Endurgreiðsla virðisaukaskatts

Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 nemur hlutfall endurgreiðslu 100% vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði og jafnframt af vinnu við uppsetningu hleðslustöðvarinnar.

Söluaðilum er skylt að innheimta VSK af hleðslustöðvum og uppsetningu en kaupanda er síðan heimilt að sækja um endurgreiðslu til Skattsins eftir á. 

Eftirfarandi eru leiðbeiningar hvernig skal sækja um umrædda endurgreiðslu.

 

1. Farið er á www.rsk.is og skráð sig inn á Þjónustuvefinn. Hægt er að skrá sig inn með því að smella á hnappinn "Þjónustuvefur" efst í hægra horninu. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eð veflykli.

2. Inn á þjónustuvefnum má sjá 4 valmyndir ofarlega vinstra megin (Almennt, Framtal, Vefskil og Samskipti). Velja þarf Samskipti.

3. Undir Samskiptum má finna undirvalmyndir og er ein þeirra "Umsóknir". Undir Umsóknir er valið "Virðisaukaskattur"

4. Nú ætti að hafa opnast gluggi með hinum ýmsu valmöguleikum.